Um höfundinn
Ég heiti Bogi Ragnarsson og hef starfað sem félagsfræðikennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í meira en áratug. Fram að því að ég hóf störf við FS starfaði ég m.a. sem stundakennari við Háskóla Íslands, við kennslu í Fjölbrautaskóla Suðurlands, grunnskólakennslu og sem skólastjóri í Grunnskólanum á Þingeyri. Ég lauk B.A. og M.A. prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa stundað nám í félagsfræði við University of Guelph í Kanada. Þá hef ég lokið 200 einingum til doktorprófs í félagsfræði.
Ég hef sinnt fjölmörgum rannsóknum fyrir ráðuneyti, m.a. fyrir Dómsmálaráðuneytið og Menntamálaráðuneytið, þar sem ég hefur rannsakað margvíslega þætti sem tengjast betrun og samfélagsaðlögun fanga. Sem hluti af þeirri rannsóknarvinnu heimsótti ég öll fangelsi á Íslandi margoft til að kanna menntunarmöguleika fanga, afplánunarferlið, vímuefnaneyslu innan og utan fangelsisveggjanna, efnahagsstöðu, atvinnumöguleika og félagsleg tengsl fanga. Einnig hef ég kannað húsnæðismál fanga að lokinni afplánun, andlega heilsu og möguleika fanga á farsælli endurkomu inn í samfélagið.
Þá hef ég unnið rannsóknum fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á ofbeldisbrotum í miðbæ Reykjavíkur.